Trésmíðaverkstæði
Trésmíðaverkstæði Stálsmiðjunnar varð til við endurskipulagningu fyrirtækjanna Stálsmiðjunnar h/f og Slippfélagsins í Reykjavík h/f . Trésmiðaverkstæðið hefur verið starfrækt óslitið frá árinu 1902. Framan af var fyrst og fremst unnið að skipaviðgerðum á tréskipum en eftir seinni heimstyrjöld var rekið fullkomið trésmíðaverkstæði í við Mýrargötuna sem framleiddi m.a. glugga,hurðir og ýmiskonar lista.
Nú sinnir trésmíðadeildin alhliða smíðaverkefnum og sérsmíði auk þess sem áhersla hefur verið lögð á að framleiða áfram gömlu gereftin og listana. Gluggar og hurðir í gömlu húsin eru okkar sérfag enda höfum við aðlagað gömlu gluggana auknum kröfum um hljóð og varmaeinangrun.
Einnig sinnum við viðgerðum og endurbótum á timburhúsum auk þess sem við sinnum allri innréttingasmíði í skip á vegum Stálsmiðjunnar Framtaks ehf.Trésmiðaverkstæðið hefur unnið náið með húsafriðunarnefnd þegar unnið er að uppgerð gamalla húsa og eru í endursmíði er falla undir 75 ára regluna, þá er gerð krafa um smíði á gluggum og hurðum samkvæmt gömlum aðferðum og valið er rétt efni og viðhaft rétt handbragð.Húsafriðunarnefnd hefur einnig mælst til þess að skipta út fánastöngum úr plasti eða áli og eru fánastengur úr tímbri smíðaðar á gamla mátan til á lager. Einnig hefur Trésmiðaverkstæðið lagt áherslu á að smíða trélista eins og menn notuðu hér áður fyrr í gömlum timburhúsum og ef einhverjum vantar lista sem er ekki til, þá getum við sérsmíðað þá og geymum fræsitönnina sem smíðuð er til verksins.
Við sérhæfum okkur í eftirfarandi smíðavinnu: Gluggar, Hurðir, Íhluti í gömlu húsin, Skipavinnu.Trésmíðaverkstæðið er með aðsetur að Dverghöfða 27. gengið inn baka til í porti