skrifað 08. apr 2014

IMG_7395 Trésmiðja Stálsmiðjunnar-Framtaks er deild innan fyrirtækisins sem hefur ekki fengið mikla athygli í gegn um tíðina en hefur alltaf verið til staðar og starfsmenn þar hafa alltaf unnið sína vinnu hljóðlaust, það starfa sjö manns innan veggja trésmiðjunnar í viðhaldsverkum og alskonar nýsmíði, og viðhaldsvinnu um borð í fiskiskipaflota landsmanna. Einnig er framleiðsla á hlutum á þessu verkstæði sem er ekki smíðað á venjulegum trésmíðaverkstæðum, þar má nefna glugga og hurðir í gömul hús sem er verið að endurbyggja undir ströngu eftirliti Húsafriðunarnefndar og gömlu fánastengurnar úr timbri og galvanseruðu járni, einnig eru framleiddir gólf, skraut og kverk listar með gamla útlitið, ís kylfur til að berja ísingu af skipum út á sjó. Einnig hefur verkstæðið verið með viðhald í Alþingishúsinu, smíðað þar ræðupúlt og innréttingar sem þurfa að vera með ákveðin stíl og ekki má gleyma atkvæðatöflunni. Ennig eru smíðaðir hefðbundnir gluggar og hurðir ásamt ýmisskonar viðhalsdvinnu.

Trésmíðaverkstæðið er flutt í annað húsnæði frá Fiskislóð upp á Dverghöfða 27 sem er rúmgott og bjart húsnæði og er við hliðina á Framtak Blossa dísilverkstæðinu.

Trésmíðaverkstæði Stálsmiðjunnar varð til við endurskipulagningu fyrirtækjanna Stálsmiðjunnar h/f og Slippfélagsins í Reykjavík h/f . Trésmiðaverkstæðið hefur verið starfrækt óslitið frá árinu 1902. Framan af var fyrst og fremst unnið að skipaviðgerðum á tréskipum en eftir seinni heimstyrjöld var rekið fullkomið trésmíðaverkstæði í við Mýrargötuna sem framleiddi m.a. glugga,hurðir og ýmiskonar lista.

Nú sinnir trésmíðadeildin alhliða smíðaverkefnum og sérsmíði auk þess sem áhersla hefur verið lögð á að framleiða áfram gömlu gereftin og listana. Gluggar og hurðir í gömlu húsin eru okkar sérfag enda höfum við aðlagað gömlu gluggana auknum kröfum um hljóð og varmaeinangrun.

Einnig sinnum við viðgerðum og endurbótum á timburhúsum auk þess sem við sinnum allri innréttingasmíði í skip á vegum Stálsmiðjunnar Framtaks ehf.

Trésmiðaverkstæðið hefur unnið náið með húsafriðunarnefnd þegar unnið er að uppgerð gamalla húsa og eru í endursmíði er falla undir 75 ára regluna, þá er gerð krafa um smíði á gluggum og hurðum samkvæmt gömlum aðferðum og valið er rétt efni og viðhaft rétt handbragð. Húsafriðunarnefnd hefur einnig mælst til þess að skipta út fánastöngum úr plasti eða áli og eru fánastengur úr tímbri smíðaðar á gamla mátan til á lager. Einnig hefur Trésmiðaverkstæðið lagt áherslu á að smíða trélista eins og menn notuðu hér áður fyrr í gömlum timburhúsum og ef einhverjum vantar lista sem er ekki til, þá getum við sérsmíðað þá og geymum fræsitönnina sem smíðuð er til verksins.

Trésmíðaverkstæðið er með aðsetur að Dverghöfða 27.

Ljósmyndir Frímann Grímsson