Nýjar Mak M43 vélar til Eimskips

skrifað 16. sep 2012

Nýjar Mak M43 vélar til Eimskips Haustið 2011 var hafist handa við smíði tveggja nýrra gámaskipa fyrir Eimskip. Skipin eru smíðuð af Rongcheng Shenfai Shipbulding Co. Ltd. Í Kína og verða afhent skipafélaginu á vormánuðum 2013. Skipin verða knúinn áfram af Mak framdrifsbúnaði. Í hvort skip fer ein 9M 43C (9000kW / 500rpm for HFO operating, IMO 2 / Tier 2). Reintjes niðurfærslugír. Berg skrúfa og AEM ásrafal.

Mak M43 hefur fengið góðar viðtökur síðan hún var fyrst sett á markað og hefur verið góður valkostur í flokki slaglengri 6,7,8 og 9 strokka véla. Hátt í 700 vélar eru nú í notkun og er heildarafl þeirra 6500 MW. Allar útgáfur hennar hafa höfðað til markaðarins og standast þær öll mörk IMO reglugerðarinnar. Yfir 90% þeirra 700 véla sem eru í umferð brenna svartolíu. Þó M43 sé mest notuð í flutninga- þjónustu- og farþegaskip þá er hún eining í notkun í stærri fiskiskipum. Hvort sem um er að ræða staka vél eða vélasamstæður keyrðar inn á gír eða rafala hefur M43 sannað ágæti sitt.

M43 vélin var hönnuð til að mæta auknum kröfum markaðarins um aflvélar sem hafa lága eldsneytis- og smurolíueyðslu. Vél sem uppfyllir kröfur nútímans um einfaldleika og endingu og stenst nýjustu tæknikröfur. Hlutir eins og heilstæð smíði þar sem röralögnum og íhlutum er haldið á lágmarki hefur auðveldað allt viðhald og minnkað rekstrarkostnað. Þetta hefur gert M43 vélina að fýsilegum valkosti í flokki 5 - 9 MW véla.

Vélar Eimskips voru prufukeyrðar hjá Mak í Rostok í byrjun ágúst að viðstöddum fulltrúa kaupanda og seljanda.
Allar nánari upplýsingar um Mak vélar má fá hjá þjónustuaðila Mak á Íslandi Framtak Blossa.