Mikið að gera í sérverkefnum

skrifað 02. júl 2014

Unnið að endurbótum á Alþingi 1_2 Mikið hefur verið að gera á Trésmíðaverkstæði Stálsmiðjunnar Framtaks um þessar mundir og eru sum verkefnin óvenjuleg. Hefur fyrirtækið þurft að fjölga mannskap og eru þeir orðnir fjórtán talsins sem vinna á trésmíðaverkstæðinu um þessar mundir. Sem dæmi um verkefni: Alþingi íslendinga hefur orðið að aðlaga sig að nútímanum, og lögum sem sett eru í því góða húsi. Nú er svo komið að líkamlega fatlaðir einstaklingar eru kosnir fulltrúar á Alþingi og þurfti að breyta ræðupúlti Alþingis til að mæta þessum kröfum og hafa ræðupúltið stillanlegt bæði á hæð og aðgengi.

Unnið að smíði á nýjum ræðustól f Nýr ræðustóll tilbúinn til uppsetningar 2_2 Nýr ræðustóll tilbúinn til uppsetningar_2

Þegar íslensk skip eru "Flögguð" til erlends ríkis t.d. Danmörk þarf að aðlaga innviði skipa að annari reglugerð heldur en þeirri sem íslensk skip fara eftir, Guðmundur VE29 var breytt/selt til Grænlands til að stunda Makríl veiðar og heitir nú Tasiilaq, og þá þurfti meðal annars að huga að lyfjarými og aðstöðu og var smíðaður þessi forláta skápur.
Sjúkraskápur í skip_2 Fráleggsborð í sjúkraskáp_2 Skápur fyrir sjúkragögn í skip_2

Einnig þarf að huga að fatarými háseta og þess vegna varu þessar skúffur smíðaðar undir kojur háseta.
Fatageymslur undir kojur í skip_2

Ljósmyndir Guðmundur Sighvatsson