Hreinsivirki gangsett.

skrifað 02. nóv 2014

IMG_8069 Í siðustu viku var hreinsivirki Tio Tinto Alcan tengt við lagnakerfi álversins og eldra kerfi aftengt, síðan voru nýju blásararnir settir í gang. Nýju blásararnir eru fjórir talsins og nota 1. megawatt af rafmagni hvor um sig.
Þrengsli eru gríðarleg fyrir krana og mannkörfur og ekkert pláss fyrir mistök af neinu tagi og því var allt verkferlið þaulskipulagt og hver og einn maður hafði sitt hlutverk. Nú tekur við frágangur af ýmsu tagi ásamt niðurrifi á gamla búnaðinum.