Gandí farin til veiða

skrifað 10. júl 2011

Þrír mánuðir - Nýtt vélarúm.

Togarin Gandí leggur nú úr höfn eftir miklar endurbætur.  Eftir vélatjón nú í vetur var hann dregin til Hafnarfjarðar og hafist handa við að skipta um vél.

Tekið var gat í togdekk skipsins, vinnsluvélar fjarlægðar og opnað niður í vélarúm. Eftir að tjónaða vélin hafði verið fjarlægð var skorið ofan af öllum tanktoppum, Tanktoppar lækkaðir, tankarýmum breytt, smíðaðar nýjar undirstöður og nýrri MAN vél komið fyrir. Skipt var um ásrafal og undirstöðum undir honum breytt. Gírinn var tekin í sundur og gerðar á honum talsverðar breytingar. Fjarlægð var úr skipinu ein ljósavél og nýrri komið fyrir. Skipt var um allar varadælur, sjódælur, lensidælur og transferdælur ásamt öllum kælum og skilvindum og búnaði því tengdu. Öll rör í vélarúminu voru endurnýjuð. Smíðað var nýtt afgasrör fyrir aðalvélina upp úr toggálganum og komið fyrir nýjum hljóðkút. Komið var fyrir nýjum ræsiloftskútum. Slökkvikerfi vélarúmsins var allt endurnýjað auk þess sem öllum slökkviflöskum var haganlega fyrir komið. Smíðað var nýtt gólf í vélrúmið auk þess sem pöllum og stigum var breytt.

Framtak vill þakka þeim fjölmörgu aðilum sem aðstoðuðu við verkið og ekki hvað síst Vinnslustöðinni fyrir gott samstarf. Þá vill Framtak þakka öllum þeim starfmönnum sem komu beint eða óbeint að verkinu fyrir þeirra framlag.