Fréttir frá trésmíðaverkstæðinu

skrifað 23. feb 2016

Stálsmiðjan-Framtak ehf. tekur þátt í sýningunni Verk og vit

Stjórnendur Stálsmiðjunnar-Framtaks hafa tekið þá ákvörðun að vera með á stórsýningunni Verk og vit sem haldin verður í þriðja sinn dagana 3. – 6. mars 2016 í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð. Markmið sýningarinnar er að kynna vörur, þjónustu og tækninýjungar á þessu sviði en ekki síður að koma á viðskiptum fagaðila og auka vitund almennings um þessi mál.

Um 18.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll þegar hún var síðast haldin árið 2008 þar sem um 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu. Sýningin er fyrst og fremst fagsýning en almenningur er einnig boðinn velkominn um helgina.

Undirbúningur Trésmiðjunnar í fullum gangi

Eftir fundi og hugmyndavinnu var ákveðið að hafa 15m² sýningarbás sem deildir fyrirtækisins deildu með sér. Úr varð að trésmíðaverkstæðið smíðaði einingu eða einskonar forstofu að húsi þar sem sýnd væri útihurð og gluggi í gömlum stíl auk þess sem listar og gerefti væru til sýnis. En eins og kunnugt er hefur trésmiðaverkstæðið sérhæft sig í að hanna og smíða glugga af gömlu gerðinni en nálgast þó kröfur um einangrunargildi og aðrar nútíma kröfur eins og kostur er.

CE merkingar glugga

Nú standa yfir tækniprófanir á tveim gerðum glugga frá trésmíðaverkstæðinu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands gefur út vottorð sem veitir leyfi til CE merkinga glugganna. Annars vegar er gluggagerð sem ætluð er í gömul og friðuð hús og er samþykktur sem slíkur. Hinsvegar nútíma gluggi sem á að uppfylla staðla Evrópusambandsins og íslensku byggingareglugerðarinnar. Hönnun glugganna og eftirfylgni hefur verið í höndum verkstjóra trésmíðaverkstæðisins en tækniútreikninga hafa verkfræðistofurnar TÓV og Verkís séð um. Vonast er til að þessu ferli verði lokið í febrúarmánuði.

Hvalur 8 og 9

Talsverð vinna hefur verið í tréverki að undanförnu í hvalveiðiskipum Hvals hf. Í Hval 8 hefur verið unnið að árlegum viðgerðum og viðhaldi. Í Hval 9 eiga starfsmenn trésmiðjunnar talsvert verk fyrir höndum. Fimm klefar hafa verið teknir niður þar sem að viðgerðir á skrokk skipsins og þilförum gátu ekki farið fram nema öll brennanleg efni væru fjarlægð. Þessu á öllu eftir að koma fyrir aftur auk þess sem viðgerðir á innréttingum og húsgögnum fara fram. Í hvalaskipunum er reynt eftir megni að halda upprunalegu svipmóti og breyta sem minnstu þó þægindi áhafna séu þó höfð í fyrirrúmi.

Ljósmyndir Guðmundur S. Sighvatsson

sýningUndirbúningur er langt kominn og forstofan að verða tilbúinUndirbúningur er langt kominn og forstofan að verða tilbúinFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinuFréttir frá trésmíðaverkstæðinu