"Fræðslustjóri að láni"

skrifað 06. apr 2016

Þann 1. Apríl var skrifað undir samning milli Stálsmiðjunnar-Framtaks, Iðunnar og Verkstjórasambands Íslands um verkefnið "Fræðslustjóri að láni". Verkefnið gerir fyrirtækinu kleift að setja fræðslu starfsmanna í markvissan farveg og þar með auka samkeppnishæfi fyrirtækisins, bæta gæði vöru og þjónustu, auka framlegð og ekki síst að auka starfsánægju starfsmanna. Sjóðirnir leggja til "Fræðslustjóra að láni", fræðslu- og mannauðsráðgjafa sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Stjórnandi verkefnisins er Ragnar Matthíasson, ráðgjafi hjá RM ráðgjöf. Þetta verkefni verður unnið í nánu samstarfi almennra starfsmanna og stjórnenda.

Ljósmynd Kristín María Jónsdóttir

heimasíða